Snæfríður í úrslit á nýju Íslandsmeti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst örugglega í úrslitin með afar góðu …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst örugglega í úrslitin með afar góðu sundi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir var með þriðja besta tímann og bætti eigið Íslandsmet þegar hún synti á 1:57,87 mínútum í undanúrslitum 200 metra skriðsunds á Evrópumeistaramótinu í sundi í Belgrad í Serbíu í dag.

Þar með er hún búin að tryggja sér sæti í úrslitasundinu í greininni, sem fer fram annað kvöld.

Fyrra Íslandsmet Snæfríðar Sólar var 1:57,98 mínútur.

Ólympíulágmarkið í 200m skriðsundi er 1:57,26 mínútur og færist hún nær því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert