Snæfríður náði boðstímanum fyrir ÓL

Snæfríður Sól Jórunnardóttir í lauginni í Belgrad.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir í lauginni í Belgrad. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Íslandsmet Snæfríðar Sólar Jórunnardóttur í úrslitasundi 200 metra skriðsundsins á EM í Belgrad í dag tryggir henni væntanlega endanlega sæti á Ólympíuleikunum í París.

Snæfríður varð fjórða í sundinu á 1:57,85 mínútu, sem er nákvæmlega sami  tími og opinberi boðstíminn fyrir leikana í París.

Snæfríður og Anton Sveinn McKee verða þá fulltrúar Íslands í sundkeppninni á Ólympíuleikunumn 2024 en langt er síðan Anton gulltryggði sér sæti á leikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert