Fjölþjóðlegt Miðnæturhlaup ÍBR

Þáttakendur koma í mark.
Þáttakendur koma í mark. Ljósmynd/Eva Björk

Keppt var í þremur vegalengdum, hálfmaraþoni, tíu kílómetrum og fimm kílómetrum. Af tæplega 2.500 skráðum þátttakendum voru yfir 700 hlauparar frá 57 mismunandi löndum, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. 1.399 konur, voru skráðar í hlaupið, 1.022 karlar, fimm kvár og fjögur í ókyngreindum flokki.

Arnar Pétursson var fljótastur allra í hálfmaraþoni karla, en hann hljóp á tímanum 01:11:34. Í kvennaflokki var Hulda Fanný Pálsdóttir fyrst í mark á tímanum 01:27:09. Í tíu kílómetra hlaupinu kom Anna Berglind Pálmadóttir fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 38:30, en Stefán Smári Kárason kom fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 33:16.

Ljósmynd/Eva Björk

Logi Ingimarsson var sneggstur í fimm kílómetra hlaupinu á tímanum 15:52. Kai Sharbono frá Bandaríkjunum var sneggst kvenna, á tímanum 19:04. Boðið var upp á keppni í kváraflokki í öllum vegalengdum, en ekki náðist fjöldi til keppni.

Að hlaupi loknu gæddu þreyttir en glaðir þátttakendur sér á hressingu áður en haldið var í sundlaugapartí í Laugardalslaug. Íþróttabandalag Reykjavíkur þakkar þátttakendum kærlega fyrir einstaklega vel heppnað hlaup.

Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert