Murray fer undir hnífinn

Andy Murray við keppni á Cinch-mótinu á miðvikudag.
Andy Murray við keppni á Cinch-mótinu á miðvikudag. AFP/Ben Stansall

Enski tennisleikarinn Andy Murray mun gangast undir skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem urðu til þess að hann varð að draga sig úr keppni á Cinch-mótinu í Lundúnum í dag.

Murray var 4:1 undir í fyrsta setti í viðureign sinni gegn Ástralanum Jordan Thompson í annarri umferð mótsins þegar hann neyddist til að draga sig úr keppni.

Englendingurinn hafði hlotið aðhlynningu vegna eymsla í baki og mjöðmum á meðan mótinu stóð og greinir Sky Sports frá því að Murray muni fara undir hnífinn vegna bakmeiðslanna á morgun.

Aðgerðin mun skera úr um hvort hann muni geta tekið þátt á Wimbledon-mótinu í Lundúnum, sem hefst í byrjun næsta mánaðar, og Ólympíuleikunum í París sem hefjast í lok júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert