Snorri nálægt undanúrslitum á EM

Snorri Dagur Einarsson á fullri ferð í Belgrad. Hann er …
Snorri Dagur Einarsson á fullri ferð í Belgrad. Hann er örskammt frá undanúrslitum. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Þrír Íslendingar kepptu í morgun á fjórða degi Evrópumótsins í sundi í 50 metra laug í Belgrad. 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hóf daginn á 50 m skriðsundi og synti á tímanum 25,91, hársbreidd frá sínum besta tíma sem er 25,86. Jóhanna Elín varð í 22. sæti af 42 keppendum.

Snorri Dagur Einarsson synti 50 m bringusund á tímanum 28,10 og er hann annar varamaður inn í undanúrslitin sem fram fara í kvöld. Snorri Dagur er í í 18. sæti sem stendur. 

Einar Margeir Ágústsson synti einnig 50 m bringusund í morgun á 28,19 sekúndum sem er persónulegt met. Einar Margeir varð í 24. sæti af 40 keppendum í greininni. 

Í fyrramálið synda Einar Margeir og Símon Elías Statkevicius 50 m skriðsund og Birgitta Ingólfsdóttir 50 m bringusund.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir í lauginni í Belgrad.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir í lauginni í Belgrad. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Einar Margeir Ágústsson í lauginni í Belgrad.
Einar Margeir Ágústsson í lauginni í Belgrad. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert