Támeiðsli komu í veg fyrir bardagann

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur opinberað að meiðsli á tá hafi orðið þess valdandi að hann þurfti að hætta við fyrirhugaðan bardaga sinn við Michael Chandler í UFC í blönduðum bardagalistum.

Bardaganum, sem átti að fara fram þann 29. júní næstkomandi í Las Vegas í Bandaríkjunum, var aflýst fyrir viku síðan og uppgefin ástæða var meiðsli McGregors, án þess að nánar væri farið út í þau.

Írinn keppti síðast í UFC árið 2021 þegar hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier.

Í færslu á Instagramaðgangi sínum í dag greindi McGregor frá því að hann væri tábrotinn og gæti því ekki barist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert