Daníel Ingi tekur stökkið til Svíþjóðar

Daníel Ingi Egilsson er að flytja til Svíþjóðar.
Daníel Ingi Egilsson er að flytja til Svíþjóðar. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenski langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson flytur til Svíþjóðar og mun hann vera þjálfaður af Yannick Tregaro, þjálfara í heimsklassa. Þetta tilkynnir Daníel á Instagram-reikningi sínum.  

Daníel Ingi á Íslandsmetið í langstökki karla sem er 8.21 metri. Hann stórbætti met Jóns Arnars Magnússonar í langstökki í sumar en metið hans Jóns Arnars frá 1994 var 8 metrar.  

Hermann Þór Haraldsson hefur þjálfað Daníel undanfarin ár hjá FH. Nú mun Daníel æfa undir leiðsögn Tregaro sem er sænskur frjálsíþróttaþjálfari.  

Tregaro hefur meðal annars þjálfað Christian Olsson sem var einn besti þrístökkvari í heimi. Olsson á gull frá Ólympíuleikunum, þrjú gull frá Heimsmeistaramótum og önnur þrjú frá Evrópumeistaramótum.  

Tregaro hefur einnig þjálfað sænsku hástökkskonurnar Kajsa Bergqvist og Emma Green sem hafa báðar ná góðum árangri í hástökki. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert