Tvær eftir: Búnar að hlaupa 241 km

Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og Mar­lena Radziszewska eru tvær eftir.
Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og Mar­lena Radziszewska eru tvær eftir. mbl.is/Ólafur Árdal

Aðeins tveir keppendur eru eftir í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk. Eru það þær Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og Mar­lena Radziszewska.

Hringur 36 lauk fyrir skömmu en að honum loknum voru þær Þórdís og Marlena búnar að klára 241 km hlaup, að sögn Elísabetar Margeirsdóttur hjá Náttúruhlaupum.

Marlena Radziszewska.
Marlena Radziszewska. mbl.is/Ólafur Árdal

Ný kynslóð í bakgarðskeppni

Í 35. hring datt Sölvi Snær Eg­ils­son út, en hann er fæddur árið 2003. Ný kynslóð er að ná góðum árangri í keppninni í ár en Þórdís Ólöf er fædd árið 2001. Áður hafði hún lengst hlaupið 15 hringi og er því um að ræða umtalsverða bætingu hjá henni.

Marlena hefur lengst farið 38 hringi í bakgarðskeppni.

Ef þeim Þórdísi og Marlenu tekst að ljúka við 38 hringi gæti þetta orðið alla vega þriðja lengsta bakgarðskeppnin á Íslandi hingað til, að sögn Elísabetar.

Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og fjölskylda.
Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og fjölskylda. mbl.is/Ólafur Árdal

Tvær eftir af 230

Bak­g­arðshlaupið virk­ar þannig að á hverj­um klukku­tíma hlaupa kepp­end­ur 6,7 kíló­metra hring. Hver hring­ur er ræst­ur út á heila tím­an­um og ef kepp­andi er kom­inn í mark áður en að næsti hring­ur byrj­ar má hann nota rest­ina af tím­an­um til þess að hvílast og und­ir­búa sig fyr­ir næsta hring.

230 kepp­end­ur hófu keppni á laugardagsmorgun en eins og áður seg­ir standa aðeins tvær eft­ir.

Uppfært klukkan 22:10

Þórdís og Marlena lögðu af stað í hring númer 38 klukkan 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert