Lést þegar hann minntist systur sinnar

Sam Wealleans er látinn 29 ára að aldri.
Sam Wealleans er látinn 29 ára að aldri. Ljósmynd/Great North Run

Enski langhlauparinn Sam Wealleans er látinn 29 ára að aldri. Hann lést í hlaupinu Great North Run í heimalandinu þar sem er hlaupið frá Newcastle til South Shields.

Wealleans hljóp til styrktar góðgerðasamtaka sem hjálpa fólki sem stríðir við andleg veikindi, til að minnast systur sinnar og náins fjölskylduvinar að sögn BBC.

Dánarorsök er enn óljós en hlaupið er 21 kílómetri og er hálfmaraþon. Eftir andlát Wealleans hafa safnast rúmar fimm milljónir króna til samtakanna.

„Við erum niðurbrotin yfir óvæntu andláti elskulegs sonar okkar. Við viljum þakka öllum fyrir stuðninginn og samúðina,“ segir m.a. í yfirlýsingu fjölskyldu Wealleans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert