Mættur aftur til starfa eftir harmleikinn

Lögregla við húsið þar sem morðin voru framin.
Lögregla við húsið þar sem morðin voru framin. AFP

John Hunt er mættur aftur til starfa hjá breska ríkissjónvarpinu rúmum tveimur mánuðum eftir að eiginkona hans og tvær dætur voru myrtar á hrottalegan hátt á heimili þeirra 10. júlí síðastliðinn. Hunt lýsir veðreiðum fyrir ríkissjónvarpið. 

Kyle Clifford, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn fyrir morðin sem hann framdi með lásaboga og hníf. Eiginkonan Carol Hunt var 61 árs og dæturnar Hannah 28 og Louise 25 ára. Elsta dóttir hans Amy Hunt var ekki á svæðinu á meðan á árásinni stóð.

„Það eru rúmir tveir mánuðir síðan stelpurnar mínar Carol, Hannah og Louise voru myrtar. Við Amy erum enn í sárum og í viðkvæmu ástandi. Mér fannst það samt raunhæft að snúa aftur til starfa.

Stelpurnar eru með mér og ég veit þær hefðu viljað að ég myndi halda áfram eftir stutt leyfi,“ er haft eftir Hunt í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert