Marlena vann bakgarðshlaupið annað árið í röð

Marlena Radziszewska stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupinu.
Marlena Radziszewska stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupinu. mbl.is/Ólafur Árdal

Annað árið í röð bar Marlena Radziszewska sigur úr býtum í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa sem fram fór í Heiðmörk um helgina.

Vísir greinir frá þessu en Marlena var ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi eða 254,6 kílómetra en hlaupið hófst á laugardagsmorgun og því lauk á tólfta tímanum í gærkvöld. Marlena hljóp jafnmarga hringi og þegar hún sigraði í bakgarðshlaupinu á síðasta ári. Þórdís Ólöf Jónsdóttir varð önnur en hún lauk keppni á 38. hringnum.

230 hlauparar hófu keppni á laugardagsmorgun en bakgarðshlaupið virkar þannig að á hverjum klukkutíma hlaupa keppendur 6,7 kílómetra. Hver hringur er ræstur út á heila tímanum og ef keppandi er kominn í mark áður en að næsti hringur byrjar má hann nota það sem eftir er af tímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring.

Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og Mar­lena Radziszewska börðust um sigurinn í …
Þór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir og Mar­lena Radziszewska börðust um sigurinn í bakgarðshlaupinu þar sem Marlena hafði betur að lokum. mbl.is/Ólafur Árdal
Marlena Radziszewska vann bakgarðshlaupið annað árið í röð.
Marlena Radziszewska vann bakgarðshlaupið annað árið í röð. Ljósmynd/Guðmundur Freyr Jónsson
230 hlauparar hófu keppni í bakgarðshlaupinu sem hófst á laugardagsmorgun.
230 hlauparar hófu keppni í bakgarðshlaupinu sem hófst á laugardagsmorgun. Ljósmynd/Guðmundur Freyr Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert