Spennandi lokasprettur

Gísli Gottskálk Þórðarson og Andri Rafn Yeoman eigast við fyrr …
Gísli Gottskálk Þórðarson og Andri Rafn Yeoman eigast við fyrr í sumar. mbl.is/Óttar

Loksins fáum við spennu í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir skiptingu. Víkingur og Breiðablik tóku bæði með sér 49 stig eftir 22 umferðir og vonandi ráðast úrslitin í lokaumferðinni. Þau eiga eftir að mæta bestu liðum deildarinnar á næstu vikum.

Breiðablik vann deildina með tíu stiga mun árið 2022 og Víkingur gerði gott betur og vann hana með ellefu stigum á síðasta ári. Fyrir vikið urðu lokaumferðirnar í efri hlutanum frekar bragðdaufar, þrátt fyrir Evrópubaráttu allt til loka.

Gagnrýnendur kenndu skiptingunni og lengra tímabili um skort á spennu og að lokaumferðirnar væru tilgangslausar. Það er af og frá.

Lið gátu líka unnið Íslandsmótið sannfærandi þegar einungis var leikin tvöföld umferð. KR vann t.a.m. með 14 stiga mun árið 2019, þrátt fyrir að leika „aðeins“ 22 leiki.

Bakvörð Jó­hanns má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert