Fastur í landamæraeftirlitinu í Moskvu í tvo tíma

„Mér finnst gaman að upplifa mismunandi lönd og menningu og það er stór hluti af þessu,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.

Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, fór á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar í París í Frakklandi þar sem hann náði bestum árangri Íslendings frá upphafi í leirdúfuskotfimi þegar hann fékk 116 stig og hafnaði í 23. sæti.

Getur verið bras

Hákon tók þátt á heimsmeistaramótinu í Moskvu í Rússlandi árið 2016 og sat fastur í landamæraeftirlitinu þar í landi í tvo tíma.

„Þetta getur verið bras og þetta tekur tekið allt upp í þrjá til fjóra tíma að komast inn í landið enda mikið regluverk í kringum þetta,“ sagði Hákon.

„Ég sat í tvo tíma í Moskvu þar sem ég skrifaði nafnið mitt á einhverja pappíra til þess að halda Rússunum góðum.

Það var annað eins líka þegar ég fór heim,“ sagði Hákon meðal annars.

Viðtalið við Hákon Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert