Guðrún Jóna framlengir við Keflavík

Guðrún Jóna handsalar samninginn við Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar …
Guðrún Jóna handsalar samninginn við Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Keflavíkur og mun halda áfram þjálfun kvennaliðs félagsins.

Keflavík féll úr Bestu deildinni í sumar og mun Guðrún Jóna því stýra liðinu í 1. deild á næsta tímabili. Samningur hennar gildir út árið 2026. Hún var aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins með Jonathan Glenn og tók við því í ágúst þegar honum var sagt upp störfum.

Guðrún Jóna hefur í gegnum tíðina þjálfað hjá Haukum, KR, Þrótti og FH. Þá lék hún á sínum tíma 360 leiki með KR og á að baki 25 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka