Ágúst fjórði á heimsbikarmóti

Ágúst Ingi Davíðsson
Ágúst Ingi Davíðsson Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Fimleikamaðurinn Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fjórða sæti í gólfæfingum á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Ungverjalandi um helgina.

Mótið var haldið í Szombathely í Ungverjalandi og er mótið á hæsta stigi hjá Alþjóðlega fimleikasambandinu.

Ágúst fór fjórði hæstur inn í úrslitin eftir undanúrslit og endaði hann einnig fjórði í úrslitunum með 13.533 stig fyrir æfingar sínar. Ágúst var 267 stigum frá þriðja sætinu en þar endaði Bretinn Danny Crouch með 13.800 stig. Heimamaðurinn Krisztofer Mészáros bar sigur úr býtum með 14.433 stig.

Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í úrslitum á gólfi á heimsbikarmóti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert