Engar viðræður átt sér stað í Danmörku

Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon. Ljósmynd/Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon hefur ekki rætt við forráðamenn danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby um nýjan samning.

Frá þessu greindi leikmaðurinn í samtali við danska miðilinn Bold.dk en Sævar Atli, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Lyngby frá uppeldisfélagi sínu Leikni úr Reykjavík árið 2021.

Samningur hans í Danmörku rennur út eftir yfirstandandi tímabil en hann á að baki 70 leiki fyrir félagið í efstu deild Danmerkur þar sem hann hefur skorað 11 mörk.

Lyngby er sem stendur í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar en Sævar Atli hefur leikið 10 leiki í deildinni á tímabilinu og lagt upp eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert