Reynir og Víðir sameinast

Víðismenn fagna sigri í neðrideildabikar karla í knattspyrnu eftir sigur …
Víðismenn fagna sigri í neðrideildabikar karla í knattspyrnu eftir sigur á KFG í úrslitaleik á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnufélagið Reynir, knattspyrnufélagið Víðir og Suðurnesjabær hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í bænum. Áætlað er að nýja félagið verði stofnað í október árið 2025.

Víkurfréttir greina frá því að viljayfirlýsingin hafi verið undirrituð af formönnum félaganna, Ólafi Þór Ólafssyni hjá Reyni og Gísla Heiðarssyni hjá Víði, og Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra Suðurnesjabæjar þar í bæ í gærkvöldi.

Í henni segir meðal annars að eitt íþróttafélag verði til, sem samfélagið í Suðurnesjabæ muni sameinast um. Markmiðið með stofnun nýs íþróttafélags sé að auka fagmennsku og gæði í íþróttastarfinu og stuðla að fjölbreytni íþróttagreina.

Sandgerði og Garður sameinuðust í eitt sveitarfélag, Suðurnesjabæ, árið 2018, og nú munu íþróttafélög bæjanna fara í sömu átt.

Karlalið Víðis í knattspyrnu leikur í 2. deild og karlalið Reynis í knattspyrnu í 3. deild á næsta ári. Nýja félagið fær sæti þess liðs sem endar ofar á Íslandsmótinu.

Úr leik Stjörnunnar og Reynis úr Sandgerði fyrir tæpum tveimur …
Úr leik Stjörnunnar og Reynis úr Sandgerði fyrir tæpum tveimur áratugum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert