Slys sem enginn hefði átt að lenda í

Matilde Lorenzi.
Matilde Lorenzi. Ljósmynd/FISI

Faðir Matilde Lorenzi, 19 ára gamallar skíðakonu sem hrapaði á æfingu í ítölsku Ölpunum og lést af sárum sínum, segir að betra öryggi á svæðinu hefði getað komið í veg fyrir að dóttir sín týndi lífi.

Adolfo Lorenzi hefur gert það að markmiði sínu að berjast fyrir bættu öryggi skíðafólks svo andlát Matilde verði ekki til einskis. Í því skyni leggur hann sérstaka áherslu á að öryggisatriði verði stórlega bætt þegar ungt skíðafólk fellur í brekkum.

„Við afþökkum blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast einungis í viku en verkefni eins og þetta lifir áfram. Þetta var slys sem enginn hefði átt að lenda í,“ sagði Adolfo í samtali við ítalska íþróttablaðið La Gazzetta dello Sport.

Matilde var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var svo úrskurðuð látin.

„Við erum sannfærð um að hún hafi fengið bestu mögulegu umönnun í sjúkraþyrlunni og getum ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar.  

Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ bætti Adolfo við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert