Sexfaldur ólympíumeistari dauðvona

Sir Chris Hoy.
Sir Chris Hoy. AFP/Julien de Rosa

Skotinn Sir Chris Hoy, sexfaldur ólympíumeistari í hjólreiðum, hefur opinberað að hann sé með ólæknandi krabbamein.

Hoy vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, þrennra gullverðlauna á leikunum í Peking 2008 og tvennra í Lundúnum 2012 auk þess að verða heimsmeistari 11 sinnum.

Hann greindist með fjórða stigs blöðruhálskirtilskrabbamein í september á síðasta ári. Á dögunum greindi Hoy svo frá því að meinið hefði dreift sér í beinin og að læknar reikni með því að hann eigi tvö til fjögur ár ólifuð.

Eiginkonan með MS

Áföllin dynja á fjölskyldu hans þar sem eiginkona Hoys, Sarra Kemp, greindist með MS-sjúkdóminn í nóvember á síðasta ári. Saman eiga þau tvö börn, sem eru tíu og sjö ára gömul.

Hann er 48 ára gamall en krabbamein í blöðruhálskirtli greinast venjulega hjá karlmönnum yfir fimmtugu.

Breska heilbrigðisstofnunin NHS íhugar nú að lækka aldursviðmið vegna skimana á blöðruhálskirtilskrabbameini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert