Nefndur í höfuðið á nemanda sem lést

Filip Krüeger.
Filip Krüeger. Ljósmynd/Drexler Dragons

Drexel-háskólinn í Bandaríkjunum, sem er staðsettur í Philadelphiu, hefur skírt nýjan skvassvöll skólans í höfuðið á Svíanum Filip Krüeger.

Krüeger, sem var nemandi við skólann, var aðeins 25 ára gamall þegar hann lést á golfvelli í vor. Þá féll tré á golfbíl sem hann sat í ásamt vini sínum. Krüeger lést samstundis en vinurinn lifði af. 

Í síðustu viku hófst nýtt tímabil í skvassinu en Krüeger var sænskur landsliðsmaður. Hann stundaði skvass við skólann sem og rekstrarverkfræði. 

Alls 15 manns ferðuðust frá Svíþjóð til að vera við athöfnina. Þar á meðal fjölskylda Krüegers og landsliðsfélagar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka