„Við erum í áfalli“

Sophie Hediger lést í snjóflóði í fyrradag.
Sophie Hediger lést í snjóflóði í fyrradag. AFP/Marco Bertorello

Svissneska snjóbrettakonan Sophie Hediger lést í snjóflóði á Þorláksmessu en hún hafði keppt fyrir hönd Sviss á Vetrarólympíuleikunum. 

Hediger, sem var aðeins 26 ár gömul, keppti á Ólympíuleikunum árið 2022 og var svissnesk landsliðskona. 

„Við erum áfalli yfir þessu og hugur okkar er hjá fjölskyldu Sophie, sem við vottum okkar dýpstu samúð,“ sagði Walter Reusser, framkvæmdastjóri svissneska skíðasambandsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert