Pólska tenniskonan Iga Swiatek kveðst hafa óttast að viðbrögðin við endurkomu hennar eftir að hún var dæmd í eins mánaðar keppnisbann í kjölfar þess að falla á lyfjaprófi yrðu slæm.
Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum þegar hún var númer eitt á heimslistanum þegar hjartalyf fannst í blóðprufu hennar.
ITIA, samtök sem sjá um að framfylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, fyrir hönd tennisíþróttarinnar, féllust á skýringar hennar um að hún hafi óvart innbyrt lyfið í gegnum smit og lauk banni hennar þann 4. desember síðastliðinn.
„Mér finnst viðbrögð almennings hafa verið jákvæðari en ég hélt. Ég tel að flest fólk sýni þessu skilning og fólkið sem les skjölin og veit hvernig kerfið virkar áttar sig á því að það sem gerðist var ekki mín sök.
Ég óttaðist að flest fólk myndi snúa baki við mér. En ég hef fundið fyrir stuðningi og það er frábær. Það verða auðvitað alltaf einhver neikvæð ummæli, það er óumflýjanlegt.
Ég verð bar að taka því og mér er satt að segja alveg sama um slík ummæli,“ sagði Swiatek á fréttamannafundi fyrir United Cup í Ástralíu í dag.