Beatrice Chebet frá Kenía náði langbesta tíma sögunnar í 5.000 metra hlaupi er hún hljóp vegalengdina á 13 mínútum og 54 sekúndum í götuhlaupi í Barcelona á gamlársdag.
Bætti hún eigið heimsmet um heilar 19 sekúndur og varð í leiðinni fyrsta konan til að hlaupa fimm kílómetra á undir 14 sekúndum.
Árið hefur verið afar gott hjá Chebet því hún varð tvöfaldur ólympíumeistari á leikunum í París í sumar er hún bar sigur úr býtum í 5.000 og 10.000 metra hlaupum. Þá sló hún heimsmetið í 10.000 metra hlaupi í maí.