Jón Björn Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs Íþróttasambands fatlaðra.
Hann tekur við af Ólafi Magnússyni sem hætti störfum um áramót eftir að hafa unnið fyrir sambandið samfleytt í fjörutíu ár.
Jón Björn hefur starfað hjá ÍF í sextán ár, lengst af verið íþrótta- og fjölmiðlafulltrúi sambandsins, en hefur einnig verið aðalfararstjóri Íslands á öllum sumar- og vetrarleikum Paralympics frá árinu 2016.
Nánar er sagt frá breytingunni í Hvata, tímariti ÍF.