Mun ná metinu mínu en ekki í kvöld

Luke Littler mætir Michael van Gerwen í úrslitaleiknum í kvöld.
Luke Littler mætir Michael van Gerwen í úrslitaleiknum í kvöld. AFP/Ben Stansall

Undrabarnið Luke Littler mætir Hollendingnum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í Alexandra Palace í Lundúnum í kvöld. 

Littler, sem er aðeins 17 ára gamall, verður langyngsti heimsmeistarinn með sigri í kvöld en van Gerwen sjálfur á metið. 

Hollendingurinn var 24 ára gamall, sjö árum eldri en Littler, þegar hann varð yngsti meistarinn með sigri á goðsögninni Phil Taylor. 

Van Gerwen, sem er þrefaldur heimsmeistari, segir að Littler muni ná metinu sínu einhvern daginn, en ekki í kvöld. 

„Luke á mörg ár inni, og miðað við hversu góður hann er þá trúi ég ekki öðru en að hann nái metinu mínu, en það verður ekki í kvöld,“ sagði van Gerwen við SkySports. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert