„Það er rosalega skrítið að upplifa það“

„Ég finn að ég er að eldast og keppnisMaría er að hverfa,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn og hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í Dagmálum.

María Ögn, sem er 43 ára gömul, stendur á tímamótum á sínum ferli en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.,

Metnaðurinn að hverfa

María stendur á tímamótum en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.

„Þegar ég varð síðast Íslandsmeistari kom ég heim með bikarinn og ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta gerði eitthvað fyrir mig,“ sagði María Ögn.

„Metnaðurinn minn fyrir árangri af þessu tagi er farinn út mér og það er rosalega skrítið að upplifa það. Þá hugsar maður hvort maður sé að verða metnaðarlaus.

Ég er leiðsögumaður í dag og ég lagði mig fram í því eins og ég væri að keppa í allt sumar. Ég fann það eftir sumarið að það er allt í lagi að breyta til,“ sagði María Ögn meðal annars.

Viðtalið við María Ögn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

María Ögn Guðmundsdóttir.
María Ögn Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Hjólaþjálfun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert