Í febrúar og mars verða fimm mikilvægir knattspyrnuleikir íslenskra liða leiknir erlendis. Fimm heimaleikir Íslands.
Víkingar mæta Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar 13. febrúar, væntanlega í nágrenni Kaupmannahafnar.
Stúlknalandsliðið leikur í mars til úrslita um sæti í lokakeppni EM og er gestgjafi í sínum riðli. En vegna aðstöðuleysis á Íslandi verða heimaleikirnir þrír leiknir á Spáni.
Karlalandsliðið leikur heimaleik sinn gegn Kósóvó, úrslitaleik um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, í Murcia á Spáni 23. mars.
Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir er enn á undirbúningsstigi og vonast er eftir því að hún verði risin árið 2029.
Leikvangur fyrir alþjóðlega keppni í frjálsíþróttum er enn í lausu lofti.
Þessi seinagangur í byggingu íþróttamannvirkja hjá þjóð sem vill alls staðar vera í fremstu röð hefur verið með ólíkindum. Á meðan spretta upp „græn gímöld“ á örskotsstundu án þess að nokkur taki eftir því.
Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.