Sigraði á alþjóðlegu móti á Ítalíu

Jón Erik Sigurðsson sáttur með sigurinn í leikslok.
Jón Erik Sigurðsson sáttur með sigurinn í leikslok. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

Jón Erik Sigurðsson, B-landsliðsmaður í alpagreinum, sigraði á alþjóðlegu móti ungmenna í svigi í San Giovanni di Fassa á Ítalíu í dag.

Íslendingurinn var í þriðja sæti eftir fyrri ferðina og glæsileg seinni ferð skilaði honum fyrsta sigrinum á erlendri grundu.

Hann fékk 35,07 FIS-stig fyrir sigurinn, en hann hefur aðeins einu sinni fengið fleiri FIS-stig fyrir mót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert