Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, skíðakona úr Ármanni, tók þátt á sínu öðru heimsbikarmóti í risasvigi um helgina en keppt var í Cortina á Ítalíu í morgun.
Hólmfríður var með rásnúmer 59 og kom í mark á tímanum 1:27:59 sem skilaði henni í 46. sæti af þeim 58 keppendum sem hófu keppni.
Það var heimastelpan Federica Brignone sem sigraði mótið en hún varð á undan Svisslendingunum Lara Gut-Behrami og Corinne Sutter sem fengu silfur og brons.
Hólmfríður keppti einnig í bruni í gær og má lesa nánar um þá keppni hér að neðan.