Stúlkurnar töpuðu úrslitaleiknum

Magdalena Sulova og Friðrika Magnúsdóttir voru í stórum hlutverkum í …
Magdalena Sulova og Friðrika Magnúsdóttir voru í stórum hlutverkum í íslenska liðinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stúlkurnar í U18 ára landsliði Íslands í íshokkí töpuðu í kvöld úrslitaleiknum gegn Tyrklandi, 2:0, í 2. deild B á heimsmeistaramótinu í Istanbúl.

Bæði lið höfðu unnið alla þrjá leiki sína á mótinu, Ísland með markatölunni 29:1 og Tyrkland með 24:1.

Tyrkir náðu forystunni seint í fyrsta leikhluta og tryggðu svo sigurinn með öðru marki átta mínútum fyrir leikslok.

Tyrkir unnu því deildina, fengu 12 stig og leika í 2. deild A á næsta móti. Ísland fékk 9 stig, Belgía 5, Mexíkó 4 en Suður-Afríka tapaði öllum sínum leikjum og fellur niður í 3. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert