Óvænt úrslit á opna ástralska

Madison Keys með bikarinn góða eftir sigur á opna ástralska …
Madison Keys með bikarinn góða eftir sigur á opna ástralska mótinu í tennis. AFP/Martin Keep

Madison Keys frá Bandaríkjunum kom öllum á óvart og vann Arynu Sabalenku frá Hvíta-Rússlandi í úrslitaleik opna ástralska risamótsins í tennis í morgun, 6:3, 2:6, 7:5.

Sabalenka er í efsta sæti heimslistans og átti möguleika á að vinna opna ástralska mótið í þriðja skipti í röð en Keys gerði sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta risamót.

Keys, sem var undrabarn í tennis og gerðist atvinnumaður 14 ára gömul, vann Igu Swiatek í undanúrslitum og svo Sabalenku í úrslitaleiknum í dag. Með sigrinum í dag varð hún elsta konan til að vinna sitt fyrsta risamót en hún er 29 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert