Sjötti úrslitaleikurinn á sjö árum

Patrick Mahomes fór fyrir sínu liði í nótt.
Patrick Mahomes fór fyrir sínu liði í nótt. AFP/Jamie SquireJAMIE SQUIRE

Kansas City Chiefs leikur til úrslita í Ofurskálaleiknum í ruðningi árið 2025 eftir nauman sigur gegn Buffalo Bills í úrslitum Ameríkudeildarinnar í nótt.

Leiknum lauk með 32:29-sigri Kansas City en Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City, skoraði tvö snertimörk í leiknum og fór fyrir sínu liði.

Kansas City mætir Philadelphia Eagles í Ofurskálaleiknum en Philadelphia vann öruggan sigur gegn Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar, 55:23.

Liðin mættust einnig í Ofurskálaleiknum árið 2023 þar sem Kansas City hafði betur, 38:35, í frábærum úrslitaleik.

Þetta verður sjötti úrslitaleikur Kansas City á síðustu sjö árum en liðið hefur fagnað sigri í Ofurskálaleiknum undanfarin tvö ár og gæti því orðið meistari þriðja árið í röð sem engum hefur tekist áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert