Fróði heldur áfram að toppa sig

Strákarnir í góðu gír.
Strákarnir í góðu gír. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

Skíðakappinn Fróði Hymer, úr skíðagöngufélaginu Ulli, náði besta árangri Íslendings frá upphafi á heimsmeistaramóti unglinga á Ítalíu. 

Fróði keppti í 10 kílómetra göngu með frjálsri aðferð. Hann átti góða göngu og kom 26. í mark af yfir 100 keppendum. 

Ástmar Helgi Kristinsson átti fína og gögnu og hafnaði í 70. sæti á meðan að Grétar Smári endaði í 73. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert