„Við byrjum með WOW-cyclothonið árið 2012 og fólk víraðist upp við það,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn og hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í Dagmálum.
María Ögn, sem er 43 ára gömul, stendur á tímamótum á sínum ferli en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.,
María er ein af þeim sem sá um að skipuleggja cyclothonið þar sem hjólaður var Þjóðvegur eitt, hringinn í kringum landið.
„Þannig kom allskonar fólk inn í hjólreiðarnar,“ sagði María Ögn.
„Upphaflega var þetta hugmynd þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarssonar hjá Símanum.
Svo kom kórónuveirufaraldurinn sem át þetta, og ferðamenn og umferð um þjóðveginn þannig að þetta myndi ekki ganga upp í dag,“ sagði María Ögn meðal annars.
Viðtalið við María Ögn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.