Glórulaus yfirlýsing hjá ÍSÍ

Brynjar Karl Sigurðsson.
Brynjar Karl Sigurðsson. mbl.is/Karítas

Ég hafði gaman af yfirlýsingu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á dögunum þar sem ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar var fordæmt.

Það kom svo sem ekki fram í yfirlýsingunni hvaða ofbeldi var nákvæmlega verið að fordæma en skömmu áður hafði Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Aþenu í körfubolta, verið sakaður um ofbeldi í garð leikmanna sinna.

Misgáfað, miðaldra fólk fór með himinskautum í gagnrýni sinni á Brynjar. Fólk sem ég leyfi mér að efast um að hafa nokkurn tímann komið nálægt afreksíþróttum.

Brynjar Karl súmmeraði þetta sjálfur nokkuð vel upp á samfélagsmiðlinum Facebook í myndbandi sem hann birti. Þar sést hann ræða hressilega við leikmenn sína, á svipuðum nótum og aðrir karlkynsþjálfarar í meistaraflokki karla hafa gert í gegnum tíðina. Leikmenn Aþenu svöruðu þessu ágætlega og þvertóku fyrir allt tal um ofbeldi.

ÍSÍ á ekki að vera að elta einhverjar „woke“-byltingar með glórulausum yfirlýsingum af því að einhverju foreldri úti í bæ blöskrar þetta eða hitt. Gera betur takk.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

ÍSÍ er til húsa í Laugardalnum.
ÍSÍ er til húsa í Laugardalnum. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert