Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen verða á meðal keppenda í úrslitum í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Salbaach í Austurríki á morgun.
Þeir Jón Erik og Tobias kepptu báðir í undanrásum í stórsvigi í dag og hafnaði Jón Erik í 19. sæti á tímanum 1:46,66 mínútu.
Þá hafnaði Tobias í 20. sæti í undanrásunum á tímanum 1:46,72 mínútum en alls eru 100 keppendur skráðir til leiks í úrslitum stórsvigsins á morgun. Þar af eru 62 af 112 keppendum í undanrásunum. Gauti Guðmundsson náði ekki að ljúka keppni og er úr leik.
Jón Erik verður með rásnúmer 68 í stórsviginu og Tobias verður með rásnúmer 72.