Sturla Snær Snorrason, Jón Erik Sigurðsson, Gauti Guðmundsson og Tobias Hansen kepptu allir í undankeppni í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Salbaach í Austurríki í dag.
Sturla Snær átti góðan dag og endaði í 13. sæti. Hann fór fyrri ferðina á 48,61 sekúndum og seinni 47,60 sekúndum. Jón Erik endaði í 24. sæti en 25. efstu komast áfram í úrslit. Hann fór fyrri ferðina á 49,27 sekúndum og seinni á 47,95 sekúndum.
Gauti Guðmundsson krækti í hlið og Tobias Hansen skíðaði út af brautinni í fyrri umferðinni og eru úr leik.