Myndskeið: Brotnaði niður þegar hún sá manninn í stúkunni

Emma Raducanu.
Emma Raducanu. AFP/David Gray

Breska tenniskonan Emma Raducanu brast í grát í miðjum leik á Opna meistaramótinu í Dúbaí á dögunum.

Raducanu mætti Karolinu Muchovu frá Tékklandi í 1. umferð mótsins en þurfti að taka sér hlé í miðjum leik þegar eltihrellir hennar var mættur á fremsta bekk í stúkunni.

Eltihrellirinn var dæmdur í fimm ára nálgunarbann árið 2022, meðal annars fyrir það að sitja fyrir Raducanu.

Þá gerði hann sér reglulegar ferðir að heimili hennar í Lundúnum en hann er nú kominn í bann á öllum viðburðum á vegum Alþjóða tennissambandsins.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert