Breska tenniskonan Emma Raducanu brast í grát í miðjum leik á Opna meistaramótinu í Dúbaí á dögunum.
Raducanu mætti Karolinu Muchovu frá Tékklandi í 1. umferð mótsins en þurfti að taka sér hlé í miðjum leik þegar eltihrellir hennar var mættur á fremsta bekk í stúkunni.
Eltihrellirinn var dæmdur í fimm ára nálgunarbann árið 2022, meðal annars fyrir það að sitja fyrir Raducanu.
Þá gerði hann sér reglulegar ferðir að heimili hennar í Lundúnum en hann er nú kominn í bann á öllum viðburðum á vegum Alþjóða tennissambandsins.
Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Pretty scary situation when a stalker turns up at your match. Raducanu did well to finish given how rattled she was.pic.twitter.com/aQJB43BTVv https://t.co/uYSjpU3ZZk
— John Dean (@JohnDean_) February 19, 2025