Goðsögnin keppir 44 ára

Venus Williams er ekki hætt.
Venus Williams er ekki hætt. AFP

Tennisgoðsögnin Venus Williams verður á meðal keppenda á Paribas Open-mótinu í næsta mánuði þrátt fyrir að hún sé orðin 44 ára.

Fékk Williams boðssæti á mótinu. Hún vann sjö risamót á sínum tíma og var í efsta sæti heimslistans. Þá vann hún fjögur ólympíugull.

Williams keppti á tveimur mótum á síðasta ári og féll úr leik í 1. umferð í þeim báðum. Þrátt fyrir það leggur hún ekki árar í bát.

Hún keppti fyrst á WTA-mótaröðinni árið 1994 eða fyrir rúmum 30 árum síðan. Systir hennar Serena Williams var enn sigursælli á sínum ferli en hún lét spaðann á hilluna í ágúst árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka