Eir Chang Hlésdóttir frá ÍR kom fyrst í mark í 60 m hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands innanhúss í Laugardalshöllinni í dag.
Eir hljóp 60 metrana á 7,53 sekúndum en Íslandsmetið á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem er 7,35 sekúndur.
María Helga Högnadóttir frá FH kom önnur í mark á tímanum 7,58. Ísold Sævarsdóttir frá FH hafnaði í þriðja sæti en hún kom í mark á tímanum 7,71.