Eir Chang Hlésdóttir frá ÍR setti nýtt Íslandsmet í 200 m hlaupi kvenna innanhúss þegar hún kom fyrst í mark á Meistaramóti Íslands í frjálsum í Laugardalshöllinni í dag.
Eir kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju Úlfarsdóttur frá árinu 2004 en metið hennar var 23,79 sekúndur.
María Helga Högnadóttir frá FH hafnaði í öðru sæti en hljóp 200 metrana á 25,13 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir frá FH endaði síðan í þriðja sæti á tímanum 25,21 sekúnda.