Stóðu sig frábærlega í skíðagöngunni

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástmar Helgi Kristinsson og Einar Árni Gíslason komust báðir örugglega áfram í úrslit í undankeppni 7,5 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð á HM í skíðagöngu í Þrándheimi í Noregi í dag.

Ástmar Helgi gerði sér lítið fyrir og hafnaði í sjötta sæti er hann kom í mark á 21 mínútu og 39 sekúndum.

Einar Árni var ekki langt undan og hafnaði í 14. sæti. Kom hann í mark á tímanum 22;16,3 mínútum.

Alls voru 90 keppendur skráðir til leiks og því um sérlega góðan árangur að ræða hjá Ástmari Helga og Einari Árna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert