Liverpool fær samkeppni um Þjóðverjann

Joshua Kimmich er eftirsóttur.
Joshua Kimmich er eftirsóttur. AFP/Lukas Barth-Tuttas

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München dró í gær til baka nýtt samningstilboð handa Joshua Kimmich, landsliðsfyrirliða Þýskalands. Verður Kimmich samningslaus í sumar og getur yfirgefið félagið frítt.

Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Kimmich í sínar raðir en enska félagið fær mikla samkeppni um leikmanninn. Bild greinir frá að franska félagið París SG og Inter Mílanó á Ítalíu hafi mikinn áhuga á þeim þýska.

Kimmich, sem er 29 ára, er fyr­irliði þýska landsliðsins og Bayern. Hann hef­ur leikið 414 leiki með Bayern frá ár­inu 2015.

Fererico Chiesea er eini leikmaður­inn sem Li­verpool hef­ur fengið síðan Arne Slot tók við en fé­lagið þarf vænt­an­lega að þétta raðirn­ar í sum­ar, þegar nokkr­ir lyk­il­menn verða samn­ings­laus­ir og gætu verið á för­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka