Þýska knattspyrnufélagið Bayern München dró í gær til baka nýtt samningstilboð handa Joshua Kimmich, landsliðsfyrirliða Þýskalands. Verður Kimmich samningslaus í sumar og getur yfirgefið félagið frítt.
Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Kimmich í sínar raðir en enska félagið fær mikla samkeppni um leikmanninn. Bild greinir frá að franska félagið París SG og Inter Mílanó á Ítalíu hafi mikinn áhuga á þeim þýska.
Kimmich, sem er 29 ára, er fyrirliði þýska landsliðsins og Bayern. Hann hefur leikið 414 leiki með Bayern frá árinu 2015.
Fererico Chiesea er eini leikmaðurinn sem Liverpool hefur fengið síðan Arne Slot tók við en félagið þarf væntanlega að þétta raðirnar í sumar, þegar nokkrir lykilmenn verða samningslausir og gætu verið á förum.