Tók fjögur ár að skrifa ævisögu Annie

Annie Mist Þórisdóttir í Dagmálum.
Annie Mist Þórisdóttir í Dagmálum. Dagmál/María Matthíasdóttir

Ævisaga crossfitkonunnar Annie Mistar Þórisdóttur verður gefin út eftir tæpt ár. Höfundur bókarinnar greinir frá því að fjögurra ára vinna liggi að baki.

„Þetta tók mig fjögur ár en ég er loks að ljúka við risavaxnar æviminningar Annie. Íslenska Annie: Þróun crossfit goðsagnar kemur út 17. febrúar 2026. Annie hefur unnið magnaða sigra og þeir eru allir í bókinni.

En það sem mun koma ykkur almennilega í opna skjöldu (og voru mínir uppáhalds hlutar að skrifa) eru ósigrarnir sem henni tókst að lifa af,“ skrifaði höfundurinn Christine Bald á Instagramaðgangi sínum.

Annie Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í crossfit, tvisvar sinnum unnið til silfurverðlauna og tvisvar til bronsverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka