Bikarkeppnin í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í dag og var það FH sem stóð uppi sem sigurvegari með 145 stig. ÍR hafnaði í öðru sæti með 138 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS var í því þriðja með 123 stig.
Sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS sigraði karlamegin með 76 stig en kvennamegin var það FH sem bar sigur úr býtum með 76 stig.
Á mótinu var sett eitt nýtt mótsmet, en Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti mótsmetið í kúluvarpi er hún kastaði 17,17 metra.
Hægt er að finna öll úrslit mótsins hér.