Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki í ellefta sinn á ferlinum í gær þegar hann lyfti sér yfir 6,27 metra.
Duplantis keppti á móti í Clermont-Ferrand í Frakklandi í gær og var nokkuð augljóst frá byrjun að hann myndi sigra það. Hann freistaði þess svo að slá heimsmet sitt og gerði hann það.
Hann bætti heimsmetið um einn sentímetra og var þetta eins og áður segir í ellefta sinn sem hann gerir það. Fyrst sló hann heimsmetið fyrir fimm árum síðan þegar hann lyfti sér yfir 6,17 metra.
Duplantis sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þar bætti hann heimsmetið og hrósaði sigri með stökki upp á 6,25 metra. Hann bæti það met svo enn frekar þremur vikum seinna á móti í Póllandi með stökki upp á 6,26 metra.