Hvers vegna grét hún?

Therese Johaug.
Therese Johaug. AFP/Jonathan Nackstrand

Hin þaulreynda norska skíðakona Therese Johaug vann ekki gullverðlaun í 20 kílómetra skiptigöngu á HM í skíðagöngu í dag.

Sú sænska Ebba Andersson hampaði titlinum eftir mjög harða keppni en Johaug kom aðeins millimetra á eftir þeirri sænsku. 

Johaug, sem er margfaldur meistari, grét þegar hún kom í mark en hún var spurð af Aftonbladet hvað kom til. 

„Þegar ég sá dóttur mína Kristínu og manninn minn Jakob þá gat ég ekki annað en grátið. Ég var svo nálægt því að verða heimsmeistari. 

Þetta er mjög erfitt, ég hef ekki séð þau í þrjár til fjórar vikur. Mig langar að knúsa þau en ég verð að hugsa um mótið,“ svaraði Johaug. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert