Dagur Benediktsson náði bestum árangri Íslendinganna þriggja sem kepptu í tíu kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Þrándheimi í Noregi í dag.
Dagur, sem keppir fyrir SFÍ, endaði í 53. sæti af 107 keppendum og var rúmum þremur mínútum á eftir stjörnunni Johannesi Klæbo, sem vann sitt þriðja gull í jafnmörgum göngum á mótinu.
Ástmar Helgi Kristinsson úr SFÍ endaði í 90. sæti og Fróði Hymer í 93. sæti. Voru þeir báðir rúmum fimm mínútum á eftir norska sigurvegaranum.
Ísland átti þrjá keppendur í karlaflokki, þá Dag Benediktsson úr SFÍ, Fróða Hymer úr Ulli og
Á morgun, 5. mars, er liðasprettur sem Dagur og Fróði taka þátt í. Dagur mun síðan taka þátt í 50 km með frjálsri aðferð 8. mars og er það síðasta greinin á mótinu.