Enn mikil ólögleg lyfjanotkun?

Jakob Ingebrigtsen
Jakob Ingebrigtsen AFP/Denis Charlet

Jakob Ingebrigtsen, einn besti millilengdahlaupari heims, hefur áhyggjur af mikilli lyfjanotkun í frjálsíþróttum.

Umræðan um ólöglega lyfjanotkun er minni um þessar mundir en áður en Ingebrigtsen er þeirrar skoðunar að hún sé ekki endilega minni þrátt fyrir það.

„Það var ekki endilega meiri misnotkun áður heldur var hún meira áberandi. Fólk bendir á skóna, brautina og lýsingu til að útskýra framfarir og þannig stundar fólk þetta án þess að það komist upp um það,“ sagði sá norski í samtali við Telegraph.

Ingebrigtsen varð Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París síðasta sumar og í 1.500 hlaupi árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert