Lést tvítug úr hjartaáfalli

Jodi Vance lést aðeins tvítug.
Jodi Vance lést aðeins tvítug. Ljósmynd/Instagram/jodi.vance.fit

Vaxtarræktarkonan Jodi Vance lést í síðasta mánuði, aðeins tvítug að aldri, eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Hin bandaríska Vance var viðstödd Arnold Sports Festival í Columbus í Ohio-ríki í Bandaríkjunum til þess að styðja við íþróttafólk sem hún þjálfaði.

Á Arnold Sports Festival, sem er nefnd eftir Arnold Schwarzenegger, er keppt í hinum ýmsu greinum, þar á meðal vaxtarrækt, aflraunum og fitness.

Hjartavandamál Vance gerðu vart við sig í kjölfar stórfellds vökvaskorts. Eftir að hún fór í hjartastopp báru endurlífgunartilraunir ekki árangur og var Vance svo úrskurðuð látin á Grant-sjúkrahúsinu í Columbus 27. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert